24.03.2007 18:01
Mánuður.

Ja hérna. Í dag er mánuður frá fyrsta blogginu. Fljótt að líða. Ég hef reynt að hafa það á frekar léttum nótum og um daginn og veginn. Og vonandi eitthvað af viti innan um. Það eru komnar nokkrar myndir í viðbót inn en ég þarf að gera betur í þeim málum. Það kemur allt með kalda vatninu. Í dag var ég að passa Vilmund smávegis, elda fyrir vinnudýrin mín því það er unnið á laugardögum sem aðra daga um þessar mundir. Sigfús og Gummi upp í Steingrímsstöð að blása og mála.
Vilmundur spyr mikið um þá, af því þeir séu undir vatninu. Er það furða, fimm ár guttinn.
Ekki er lát á umhleypingunum en við búum jú á Íslandi og maður ætti ekki að vera að þessu væli.
Jæja nóg að sinni. Hafið það gott um helgina.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51