26.03.2007 22:16

Ferming og heimsókn að norðan.


Já við fórum í fermingarveislu í gær . Þá fyrstu á þessu ári.  Bárður Gísli yngri fermdist og við Gunni, Bjössi og Þórunn Anna fórum saman.  Hún fermist um næstu helgi. Og þegar við komum heim var Dúna litla systir, Laufey Björg dóttir hennar með soninn og mamma mættar í Nýlendu. Gaman, það er langt síðan ég sá Dúdú..Þær voru að kíkja á Heiðarbæinn í leiðinni. Svona til að sjá hann með eigin augum þarna í Nýlendugörðunum..
Í dag var ég svo að hjálpa mömmu að sinna ýmsu í Keflavík.  Fermingargjöfum og slíku stússi.  Annars lítið að frétta allt of mikið að gera í vinnunni hjá Gunna.  Hann er ekki lengur 20 þó hann haldi það stundum.. Það var bara blíða í dag, FRÉTT.
Jæja segjum þetta gott í bili. Góðar stundir.
Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1547
Gestir í gær: 207
Samtals flettingar: 210683
Samtals gestir: 38728
Tölur uppfærðar: 24.5.2025 00:19:56