28.03.2007 21:49

Wilson Muuga og fleira.


Jæja. Nú er umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz búin að tilkynna okkur að Villi eigi að sigla í mai. Gott mál ef það gengur eftir.  En ég segi nú eins og bæjarstjórinn okkar hann Sigurður Valur..við skulum spyrja að leikslokum.  En óskandi er að þetta takist nú allt saman. Vonandi verða allar myndirnar sem við höfum tekið af Wilson bara til minja.  Reyndar fer líklega eftir veðri hvort þetta tekst í maí en því verður nú varla trúað annað en þá verði reynt þar til það tekst, þó seinna verði.  Þá verður búið að leggja kostnað í að þétta skipið og gera klárt svo það hlýtur bara að gerast.. Nema það neiti að fara sjóleiðina..Svo eru uppi vangaveltur um að hann fari kannski að sigla aftur..Kannski það! Jæja nóg af Wilson vesini í bili.

Ég tók mig til í dag og tók myndir af húsunum hans Gunna eins og ég kalla það.  Hann er búin að byggja fjögur einbýlishús eitt parhús, eitt fjórbýlishús og er með eitt þríbýlishús í smíðum í Sandgerði. Það þýðir að það er búið í níu íbúðum sem hann hefur byggt og væntanlega kemst þríbýlið í notkun í haust. Og svo er það Heiðarbærinn. Það er íbúð númer þrettán (happatala). Elsta húsið er Hlíðargata 37 sem við fluttum inn í 1975.  Þar vorum við í 23 ár og ólum upp krakkana og hvort annað!  Við bjuggum í Miðtúni 10 og þaðan fórum við hingað í skúrinn hans Bjössa í nóvember 2005. Og nú er bara að bíða eftir lokasprettinum svo við getum flutt í Slotið..ha ha.  Jæja ég ætla að setja þessar myndir inn á síðuna en Konný ætlar að skanna mynd af Hlíðargötunni, ég ætla að bíða eftir því. Húsið er svolítið breytt núna og erfitt að taka myndir af því fyrir bílum og fleiru.  Betra að hafa mynd af því eins og það var.

Jæja ég var að passa guttana hennar Konný í dag. Svo tók Ástrós við þeim þar til mamman kom heim. Hún og Jóhanna fóru í R.víkina. Alltaf nóg að gera og undirbúa hjá Jóhönnu í sambandi við ferminguna. Það er best að hætta þessu blaðri.
Farið nú vel með ykkur góurnar mínar.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51