03.04.2007 13:26
Allt á fullu...

Það voru bara óvenjumargir í mat hjá mér áðan í Fúsa ehf. Við vorum átta samtals. Þó var Fúsi fyrir austan fjall.
Erla Jóna vinnur af krafti með þeim núna og í morgun var Ísar frændi að hjálpa tíl.
Og það er víðar nóg að gera. Það er fjöldi manna við Wilson Muuga að vinna. Þeir eru að koma með mikið af allavega farmi sennilega dælum pressum og fleiru. Ég held að það verði byrjað á fullu eftir páskahelgina. Já það er óskandi að björgunaraðgerðirnar takist.
Það þýðir ekki að hanga í tölvunni núna. Hlutir gerast víst ekki af sjálfu sér.
Hugsið vel um ykkur..

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52