06.04.2007 16:27

Spennufall.

 
Hæ í dag var ég bara löt. Ferming Ástrósar yfirstaðin og fór vel fram. Veislan tókst vel og ekki að heyra (og sjá) annað en fólki líkaði matföngin. Það var nóg til af öllu og við vorum í rest hjá Jóhönnu í dag. Það voru um 100 manns í fermingarveislunni.Svo nú er bara spennufall hjá mér. Í dag er föstudagurinn langi og Linda, Hrafntinna og mamma komu í heimsókn áðan. Þær fóru í kirkjugarðinn og voru að snudda við leiðið hans pabba. Mamma fór svo út að taka myndir í sólinni af húsunum og umhverfinu.
Hún sagði okkur að þau pabbi hefðu á föstudaginn langa 1945 ákveðið að rugla saman reitum og þetta er því mikill merkisdagur fyrir hana. Og kannski ekki síður fyrir okkur þessa stóru fjölskyldu sem væri bara ekki til ef það hefði ekki gerst....Þau eignuðust sex börn og afkomendurnir eru orðnir 67. Mamma er einbirni svo hún bætti heldur betur við í sínum ættlegg. En eins og ég sagði áður dó pabbi fyrir tíu árum .Hann var tæpum 12 árum eldri en mamma fæddur 1914 en hún 1926. Hún er sem sagt áttatíu og eins árs og þvílíkt í góðu formi. Það sem háir henni er heyrnin. Heyrir rosalega illa. En viðkvæðið hjá henni er að það sé nú í fínu lagi hún hafi svo góða sjón. Ekkert væl nei nei. Ég held að hún telji sig heppna í lífinu en fyrir utan pabba hefur hún séð á eftir einni dóttur, henni Möggu árið 2005 og drengnum hans Bjössa, honum Sigga. Það var rosalegt áfall, því hann var aðeins 18 ára og lést í bílslysi árið 2005. Þau tvö dóu með tveggja daga millibili. En mín kona lætur ekki biturð krækja í sig og sér björtu hliðarnar á lífinu.

Að öðru, Eiríkur kom í stutta heimsókn frá Danmörku. Hann fór í morgun. Var að setja bílinn á sölu og ætlar að kaupa annann úti. Hann fær víst einhverja ofurskatta ef hann heldur þessum bíl. Hann var duglegur að hjálpa og sendast í gær og sagðist vera að leggja inn.. ha ha. Hann á son Þorstein Grétar sem fermist á næsta ári. Krakkarnir í fermingarveislunni lögðu inn fullt af pöntunum á róbótum hi hi. Hann er í námi í  rafmagnsverkfræði með róbótanám í framhaldi. En ætli þeir spretti nú fljótt upp. En námið gengur vel og hann var með þeim hæstu í bekknum í vetur. Háskólinn er í Söndeborg á Jótlandi.

Jæja næsta mannfagnaðartörn verður þegar David og Stacey gifta sig þann 26. mai. Koma hingað 19.mai með hóp af fólki. Þá verður fjör á bæ....
Góða Páskahelgi kæru vinir....
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52