07.04.2007 21:00

Heiðarbærinn


Jæja, kannski verður nú tími fyrir húsið okkar um páskana.
Ekki förum við neitt núna og ætlum að vera bara uppi í húsi eins og við segjum þegar við vinnum í því.
 Gísli ætlar að hjálpa okkur að hreinsa leinirinn af öllu grjótinu sem þar grófst upp því það er betra að gera það áður en mesti gróandinn byrjar. Ég held að ég verði að kaupa grasfræ til að sá í sárið.

Í dag kom Gunni með fyrstu húsgögnin okkar, sófa og hluta af sófasettinu. Gott að fá það heim í Heiðarbæinn..
Þeir kapparnir voru að vinna til sex og það er ekki slegið af í Fúsa ehf..Og eins og þið hafið heyrt þurfa þeir mat sinn og engar refjar..Svo ég fór og eldaði fyrir þá blessaða annars hefðu þeir orðið hungurmorða allir 5...
En nú eru páskar og engin að vinna á morgun nema við í Heiðarbænum...
Ég ætla samt að sofa til a.m.k 10.00. Gunni er svo árrisull að hann verður örugglega farinn á undan mér upp í hús..

Góða nótt, sofið rótt.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52