19.04.2007 13:39
Sumardagurinn fyrsti.

Nú er komið sumar samkvæmt dagatalinu. Og það fraus saman vetur og sumar sem samkvæmt þjóðtrú boðar gott sumar! Svo þá er bara að setja upp sólgleraugun og vona það besta,ekki satt? Mikið er nú gaman að sjá ströndina hjá okkur Wilsonlausa.
Allt orðið næstum eins og áður. En einhver olíumengun varð þegar skipið fór og fuglarnir eiga í erfiðleikum. Ekki gott þegar æðarvarpið byrjar.. Vonandi tekst að hreinsa upp olíuna.
Í dag er fínt veður og allir að vinna í mínu umdæmi! Maddý og Gísli farin vestur á firði og mamma og Þórunn Anna í fermingu til Telmu á Akureyri. Við gátum ekki farið vegna anna en ég óska Telmu til hamingju. Hún er sú síðasta til að fermast í fjölskyldunni á þessu ári og næstyngsta barnabarnið hjá mömmu.
Um helgina verður eitthvað unnið í Heiðarbæ og smiðirnir ætla að halda áfram við að klæða loftið. Jón ætlar að byrja að undirbúa eitthvað á sunnudag en hann er í veiðitúr núna með pabba sínum. Hefur líka haft mikið að gera undanfarið. Þetta er gott í bili elskurnar mínar og ....Gleðilegt sumar!

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52