20.04.2007 21:38

Bakið mitt.


Æ þetta bakræksni er að hrekkja mig. Það er nú ekki alveg nýtt en ég hef haft frið fyrir því undanfarin ár. Ég var verst í bakinu á árunum 1982 -86. Fékk svo frið í nokkur ár en var svo skorin upp við brjósklosi árið 1993. En ég held að þetta sé ættgengur and..... því Bjössi er búinn að fara í tvær aðgerðir, Dabbý fór nýlega í aðgerð og Dúna er alltaf mjög slæm öðru hvoru.

En síðasta sunnudag þegar ég var að ryksuga í Heiðarbænum, bogra vitlaust auðvitað kom klikk..Og síðan er ég hölt í annann endan. Reyni að bera mig vel en sjúkraþjálfarinn heldur að ég sé með brjósklos..NEI og aftur nei ég viðurkenni ekki hvað sem er. En ég er mjög slæm í fætinum en kemst svo sem í gegn um dagana. Elda og spá í vinnudýrin mín, sendast fyrir gömlu hjónin, passa barnabörn af og til og er svo búin á því.

Og þegar ég varð fyrst var við þessa óværu var ég bara létt í pundinu svo ekki get ég skrifað allt á yfirþyngd. Ekki er Bjössi þungur eða Dúna. Reyndar eru öll systkini mín mjög nett..Svo nú sit ég við tölvuna mína því mér líður best þannig.
En allavega ekki lengi í einu í sömu stellingu..Þetta eru þankar sem allir þekkja er hafa glímt við svona vesin..Þeir eru margir án efa. Mér dettur ekki í hug að halda að ég hafi það verst.. Nei nei...Hef reyndar haft bjartsýni sem lífsmottó.

Í dag hefur verið rigning og allir í byggingarvinnunni hundblautir og kaldir. En svona er Íslandið okkar. Aldrei vitað hvaða veður verður næsta dag. En Konný tók myndir af Ásabrautarhúsinu og setti inn í myndaalbúmið undir.. Húsin hans Gunna... Svo ef þið hafið áhuga þá kíkið endilega þangað. Nú fer að koma tími á að segja góða nótt við ykkur. Sofið rótt.

 
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52