29.04.2007 11:50
Uppskeruhátíð.

Jæja ég varð að hafa svona dulítið virðulegt nafn á partýinu í gærkvöldi. Þetta var reyndar meiriháttar grillveisla hjá Erlu og Fúsa og öllum boðið úr vinnunni. Litríkt málfar var á svæðinu sem maður skilur ekkert í. En sumir bjarga sér á enskunni. Það var búið að vinna tvær vikur án þess að taka nokkurt frí hvorki á sumardaginn fyrsta eða um helgarnar tvær. Svo var búið að loka húsinu á Ásabrautinni og verið að klára verkefnið við Steingrímsvirkjun. Eftir eru einhverjir tveir dagar í frágang þar. Svo það var slegið upp veislu. Og auðvitað fengu þeir sem vildu, bjór og snafs rauðvín ofl.
Við gömlu fórum nú fyrst heim og þá var komið alveg nóg af góðmetinu. Konný skutlaði okkur því eftir einn (ofl) ei aki neinn. Ég skutlaði svo Gunna í vinnuna kl.ellefu í morgun og er nú komin heim búin að hella mér á kaffi og farin að blogga. Og ég þarf ekki að elda þeir ætla víst að vera latir einn dag og sjá þá um sig sjálfir. Svo ætla ég að hlusta á fréttirnar, þeim næ ég best á netinu. Eitthvað erfið skilyrði hér eftir að annar diskurinn datt út.
Já Gunni hringdi í Huldu vinkonu þegar ég var skriðin upp í rúm í gærkvöld, sagði henni frá blogginu og hélt fyrir henni vöku hm nei nei þetta var ekki svo seint. Vona að hún finni síðuna mína. Það er svo langt síðan við höfum heyrt í hvor annari. Þetta bara gengur ekki. Frétti reyndar af henni í gegnum Sigrúnu þá var hún samsíða henni á Reykjalundi. Það reyndar gengur út í öfgar um þessar mundir hvað maður sinnir lítið vinum sínum. Alltaf brjálað að gera en svo hvað? Engin veit hvað lífið verður langt. Á reyndar við alla..Þetta voru smá hugleiðingar.
Og Jón tengdasonur og pabbi hans eru að flísaleggja í Heiðarbæ. Gengur bara vel sýnist mér.Þetta á eftir að koma rosalega vel út. En allt tekur tíma sem er gert fyrir utan reglulega vinnu. En þeir eru megavandvirkir og það er það sem á eftir að standa. Jæja læt þetta duga í bili og látið ykkur nú líða vel elskurnar.
Sú sem telur dagana í flutning!!!!

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54