03.05.2007 14:12

Samræmdu prófin.

 
Jæja nú sit ég yfir börnunum í samræmdu prófunum. Trúnaðarmaður Menntamálaráðuneytisins. Svo fínt orð ha..Ég gerði þetta í fyrra líka og tók við af Jórunni Guðmunds sem hafði þetta starf til margra ára. En Þetta gengur bara vel og það er gaman að breyta til og koma innan um unga fólkið. Svo hittir maður gamla kunningja, skólastjóra ,kennara og allt þetta góða starfsfólk sem Grunnskólinn í Sandgerði hefur á sínum snærum. Reyndar notum við Samkomuhúsið núna í prófunum og það gefst vel. Mikið næði, engin truflun.

Jæja nú vorar og í gær var ég alveg frá fjögur til átta að reyna að laga túnið hérna..Leynirinn sem við köllum. Það þurfti að grafa í gegn um hann með öll rör í Heiðarbæ. Vatn og rafmagn. Gísli tók stærstu steinana og uppgröftin og jafnaði. Ég tók svo fram garðhrífuna og reyndi að slétta svolítið. Reyndar hefur þessi blettur alltaf verið svolítið ósléttur. Mikið grjót í honum. Svo ég rakaði mold og hrossaskít og sáði grasfræi. Sjáið bara hvað ég er komin heim aftur í náttúruna! Gaman, gaman.

Svo það er ekki mikill tími afgangs. Fór áðan og borgaði brúðargjöf David og Stacey. Svítuna á hótel Keflavík...Á svo eftir að ákveða eitthvað um aðkeypt skemmtiatriði, eitt eða fleiri. Það er mikil tilhlökkun í gangi í sambandi við brúðkaupið. Ég er búin að tala við Hrefnu í sambandi við brúðarbílinn. Hún á svo splunkunýjan fagurbláan bíl. Sumir voru að tala um 50th bíl en ekki veit ég hvar á að fá slíkan. Vona að Ísland sýni sína góðu veðráttu-hlið. Jæja þarf að rjúka í Sandgerði og sendast fyrir Gunna.
Læt heyra í mér...
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52