05.05.2007 15:22
Dagarnir lengjast.

Já það lengjast aldeilis dagarnir núna. Bjart langt fram á kvöld. Hjá okkur er alltaf nóg að gera laugardaga, sunnudaga og aðra daga. Jón og Kalli flísaleggja af kappi og Gunni er að reyna að klára vatnslagnirnar, frá eldhúsi og böðum. Allir að vinna hjá Fúsa og ég eldaði fisk fyrir þá í hádeginu. Namm.. En einhvern tímann minnkar þetta vinnuálag hjá þeim. Allavega fer að styttast í Heiðarbæinn. Fúsi var að fá stórt verk í Örfirisey í Rvík og það var nú gott mál.
Og í gær hefði frændi minn Sigurður Ragnar Arnbjörnsson orðið tvítugur ef hann hefði lifað. En því miður höfum við hann ekki lengur hérna megin. En hann mun lifa í minningunni. Mér finnst ekki langt síðan að hann var skírður vorið 1987 og skírnarveislan var hjá ömmu hans og afa í Garðinum. Köllu frá Rafnkelsstöðum sem er látin og Sigurði Ragnari. Og hann var svo myndarlegur og fínn í skírnarkjólnum sínum. En ætli allt hafi ekki einhvern tilgang. Líka svona hrikaleg blóðtaka umferðarinnar. Við verðum að vona það.

Já það er sárt að skrifa um þetta og ég segi bara um hann bróðir minn: Hann stendur sig eins og hetja en auðvitað sjáum við öll að þetta tók stóran part af honum.. Gott hvað þau eiga stóran vinahóp sem stendur með þeim öllum. Honum, Erlu og systkinahópnum. En líklega verður lífið aldrei það sama eftir svona missi. Guð blessi ykkur öll sem eigið um sárt að binda.

Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52