11.05.2007 21:59

Bloggið


Hæ öll sömul. Nú sit ég hér hjá Bjössa bró og skrifa. Það hefur legið niðri netið hjá okkur í SMÁBÝlINU í nokkra daga. En nú eru spennandi tímar hjá okkur. Það eru til dæmis kosningar á morgun og ég var búin að lofa tengdadóttur minni að skrifa ekki um kosningar.... En ég var að lýsa yfir opinberum stuðningi við Guðnýju Hrund Karlsdóttur sem skipar fjórða sætið hjá okkur jafnaðarmönnum í Suðurkjördæmi= S.  Mér lýst mjög vel á stúlkuna..hef heyrt margt gott um hana og rætt við hana um landsins gagn og nauðsynjar..Læt þetta þetta duga um það mál. Og já á morgun stormum við á kjörstað öll sem ein ekki satt?


Og smíðarnar í Heiðarbænum ganga vel . Ég ÆTLA að flytja á fimmtudag, Uppstigningardag. Það er búið að klæða loftið og stendur til að leggja parketið á lofthæðina á morgun. Og Hannes kom í innréttinguna í kvöld og línur eru farnar að skýrast. Fúsi og Gunni voru að finna eitthvað út úr vatnslögninni og Jón er byrjaður á flísunum á baðinu. Benni hefur verið á fullu við að koma vatnsdælunni í réttar horfur og nú vantar rafvirkjann.  En þetta eru nú svona mál dagsins í hnotskurn...


Ég var í samræmdu prófunum (Yfirsetja) og það er frá en reyndar er eitt sjúkrapróf eftir sem verður á þriðjudag. Og fleira man ég ekki sem ekki er daglegt eins og matseld og svoleiðis snudd. Sjúkraþjálfun og allt gengur vel. Sigfús tengdó búin að vera á spítala í uppskurði og er að hressast. Jæja það gæti komið smá eyður í bloggið en ég er sko ekkert hætt Dúna mín. Bara kíkja. Vona að við fáum netið klárt í Heiðarbæinn þegar þar að kemur.....Bestu kveðjur til ykkar..
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54