19.05.2007 11:02

Brúðarparið mætt..


Jæja þau eru mætt David og Stacey og í fyrramálið koma svo átta í viðbót. Svo mæta þrjú seinna í vikunni. Það var fjör hjá okkur í gærkvöldi og grillað í Glaumbæ. Maddý og Gísli komu í heimsókn heim til sín til að hitta þau D og S og Jóhanna mætti á svæðið. Já svo fórum við og fengum harðfisk hjá Gísla og röltum svo í Heiðarbæinn og sátum þar dágóða stund og nutum útsýnis og góðra veiga úr efri stofu. Hún hefur nú fengið nafnið koníakstofa..Það var reyndar ekki á boðstólnum núna. Það bíður betri tíma.


Ég er í fríi frá kokkeríinu og við sendum Litháana á Kentucy. Þeir eru að vinna í Heiðarbæ og Jón og pabbi hans eru að flísaleggja. Þær skvísur dætur mína ætla í Reykjavík með Stacey meðal annars að skoða brúðartertur og ég fer að passa Hrafntinnu eftir mat.Jæja þetta verður bara létt og laggott núna og sennilega ekki mikill tími fyrir blogg á næstu dögum.
Svo látið ykkur líða vel.
 



Flettingar í dag: 1506
Gestir í dag: 198
Flettingar í gær: 1223
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 210612
Samtals gestir: 38706
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 23:36:25