08.06.2007 13:17
Sambandsleysi í bili...


Við eigum eftir að mála svefnherbergið í nýja húsinu og smávegis annað. Allar vélar komnar í samband og það er að verða tómlegt í bílskúrnum hjá Bjössa bró. En það er samt þó nokkuð eftir. Vona að við förum langt með það um helgina.
Svo er búið að taka alla palla utan af húsinu og þangað til veröndin og útitröppurnar koma höfum við bráðabrigðastiga upp úr kjallaranum. Hann er nú þannig að aumingja Týra þorir hvorki upp né niður..greyið.
Konný er með myndir frá brúðkaupi David og Stacey og fleiru og ætlar að setja nokkrar inn hjá mér. Gunni tók sig glettilega vel út við að leiða Stacey inn kirkjugólfið enda í æfingu... Og næst er það yngsta dóttirin sem giftir sig á afmælisdag pabba síns þann 8. sept. n.k. Og svo eigum við gamla settið brúðkaupsafmæli daginn eftir þann 9. (40 ára).
Segi þetta gott í bili elskurnar...
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52