17.06.2007 17:51

Þjóðhátíðarræða...


Jæja ég ætlaði að vera hætt öllu stússi í sambandi við bæjarmálin. En ekki hvað! Ræðumaðurinn forfallaðist á síðustu stundu og ég fékk upphringingu seinnipartinn í gær og gæti ég bjargað?.. Þjóðhátíðarnefnd í öngum sínum og ég kann ekki að segja nei. Ekki þegar mér finnst ég geta gert eitthvað gagn. Svoooooo ég var að koma heim og ég held að ég hafi sloppið fyrir horn. Ég var sjálf bara ánægð með það sem ég sagði og vona bara að það hafi komist til skila. Ég set hana kannski á netið með myndaalbúmunum næstu daga.

Annars var allt of fátt. Fólk virðist ekki taka þjóðhátíðardaginn eins hátíðlega og hér áður.
Athöfnin var í Vörðunni og á öðrum tíma en áður var.

En það hefur verið gestkvæmt í Heiðarbæ í dag og í gær. Gumma og börn komu í gærdag og Hrefna og Viðar í gærkvöld og þau voru teymd upp í koníakstofu. Svo þurftum við að sækja menn í flug kl. þrjú í nótt svo eftir það settist ég niður við að koma saman einhverju til að þylja upp í dag. Svo núna rétt áðan kom Lilja Karls og Steinar mágur hennar að kíkja á húsið. Gott að fá hana í heimsókn því það hefur verið alltof lítið samband hjá okkur síðustu ár. Náðum saman í hittifyrra eftir nokkurra ára, ja aðskilnað. En svona er lífið.

Það verður lítið úr verki í dag. Við gamla settið bara lúið. En ég sé að frænka mín og hennar ektamaki eru á fullu í Glaumbæ. Þau eru að slá og stússa. Dugleg..Svona er það í sveitinni maður sér sko hverjir nenna að vinna ha ha ..En ekki meir um það...læt heyra frá mér fyrr en seinna
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54