20.06.2007 19:40

Grafan á fullu.


Það er reyndar Gunni sem er búin að vera á fullu eftir hádegi á litlu gröfunni. Hann var að jafna úr moldarhaugnum sem myndaðist þegar grafið var fyrir húsinu. Bjössi er í fríi og var allan tímann með honum á traktornum með aftanívagninn Masa. Svo það er búið að vera nóg að gera sem endranær. Svo er næst að slétta betur, tyrfa og laga garðana smátt og smátt.

Það er nú ekki hægt að kvarta yfir veðurguðunum núna. Blíða dag eftir dag. Á morgun er jú lengstur sólargangur. Linda Jón og Hrafntinna eru öll lasin en vonandi smitast ekki fleiri. Konný hjálpaði mér í morgun með síðasta dótið úr skúrnum og nú er Elín farin að koma sér fyrir. En það á nú eftir að taka tíma að taka upp úr þessum kössum mínum og ég ætla hreint ekkert að flýta mér.

Eins og ég hef minnst á eigum við gamla settið 40 ára brúðkaupsafmæli 9.september og ég gerði mér lítið fyrir og keypti far til USA. Flogið verður einmitt þann 9.sept. Daginn eftir að Linda og Jón gifta sig. Við verðum á ferðinni eitthvað meðal vina og ættingja en fáum svo lánað litla húsið hennar Maddý og co. í Jacksonville í Florida. Guðjón Gumma og börnin voru einmitt að fara þangað í dag. Svo það verður nóg að gera hjá Dísu frænku og fjölskyldu við að fá ættingjana í heimsókn. Þau búa í sömu götu. Appleton street.

Jæja ég ætla að láta þetta duga...verið þið nú dugleg að kvitta.. einhverjir eru að kikka inn á síðuna. Hafið það nú sem best.
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54