26.06.2007 21:33
Sól og sumar.

Það er aldeilis að veðurguðirnir reyna að bæta fyrir frostið og leiðindin í vetur. Bara sól dag eftir dag. Í morgun komu Nesmúrsmenn og pússuðu veggina þar sem pallurinn á að koma. Meira gera þeir ekki í bili vegna anna. En þetta dugar í bili svo hægt verði að fara að setja upp pallinn.
Það tekur sinn tíma en á meðan skröltum við og Týra upp hænsnastigan úr kjallaranum. Reyndar venst þetta og litli hundurinn kemst upp sjálfur núna. En hennar staður er í kjallaranum. En á næstunni eða eftir mánaðarmót þá eru væntanlegir hvolpar hjá henni..Hvað margir vitum við ekki vonandi bara þrír. Það er nóg fyrir hana greyið. Fyrir einu og hálfu ári átti hún fyrstu afkvæmin og þeir voru fjórir. En hún er nú orðin annsi þung á sér núna.
Við vorum boðin í grill hjá Bjössa í kvöld.. Umm en ég ætlaði reyndar að sleppa allri matseld og hafa snarl en Gunna sérstaklega til mikillar ánægju var Bjössi á grillbuxunum. En svona veður býður upp á að fá sér grill og alles.
Jæja ekki fleira í bili í kollinum. Reynið nú að slaka á og sofið vel í sólinni. (Við þurfum ekki álpappír eins og kaninn þurfti fyrir gluggann)
Kveðja Silla.
p.s nýjar myndir komnar inn í myndaalbúm..
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54