27.06.2007 23:51
Vinir frá Færeyjum..

Jæja við vorum að koma úr veislu sem haldin var í Vörðunni til heiðurs vinum okkar frá Vogi vinabæ Sandgerðisbæjar í Færeyjum. Við vorum þar vegna þeirra tengsla sem mynduðust fyrir teimur árum þegar við nokkur úr þáverandi bæjarstjórn heimsóttum þau. Við Ester sem erum ekki í bæjarstjórn nú vorum boðnar ásamt mökum vegna þessa. Það var alveg frábært að hitta þau aftur. Það er eins og maður hitti frænku eða frænda. Sem þau eru jú..Við fórum upp í turn á Vörðunni og sáum auðvitað vel hingað heim. Það var skálað í fyrsta skipti þarna skýjum ofar og það fannst mér gott tilefni.
En við fengum Fúsa og Erlu til að ferja okkur heim. Eins og ég hef sagt eftir einn ei aki neinn. Og nú erum við komin í sveitasæluna og það er yndislegt. Engin hávaði bara fuglasöngur og sjávarniður. En það voru uppi hugmyndir um að þau færeysku komi til okkar í heimsókn og það kemur bara í ljós hvað verður.
Það er komin möl til uppfyllingar og svo fer að koma að því að pallurinn rísi!!
Fleira seinna. Góðar stundir..

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54