29.06.2007 21:18

Pallurinn.



 Nú hamast Gunni og smiðirnir við að setja upp pallinn við Heiðarbæ. Reyndar er þetta ekki bara pallur heldur líka uppgangur í húsið. Og fyrstu spýturnar á dekkinu eru komnar. Ég get pottþétt labbað hér út á morgun ef svona heldur áfram. En það tekur svo sinn tíma að smíða tröppurnar.. En gaman gaman allt að gerast núna.

Reyndar er ég ekkert of hress. Það er að segja ég er oftast andlega hress!! En..ég er slöpp og komin með sýkingu í lungnapípurnar..Bronkítis. Gunni sagði í morgun ..farðu nú að minnka reykingarnar..Ég sem hef aldrei reykt ..En hóstinn var eins og hjá þeim sem reykja mest!! En ég fékk einhver sýklalyf og doktorinn vildi meina að ég yrði góð eftir viku. Og ekki vera í sólinni sagði blessaður maðurinn lyfið getur komið af stað sólbruna.. Ha loksins þegar kemur almennilegt sumar og ég að fá pallinn..jæja. Ég er nú ekki viss um að ég gegni. En eins og er júúú. Jæja nóg af væli.

Gunnar gistir hjá okkur um helgina því Fúsi og Erla eru í útilegu og hann vildi ekki fara með. En það á eftir að sækja hann til að fara í háttinn eða tölvuna! Hann er í Sandgerði hjá vini sínum. Þeir eru að leika sér á hjólum!!  Í dag var hann hér líka og vann eins og forkur strákurinn. Jæja segi ykkur meira næst ..hressari.  .
 
Góðar stundir.

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54