03.07.2007 19:37

Frábær fréttasíða.




Nú verða sagðar fréttir..Þetta var gamli tíminn og svo mátti ekki segja orð þegar þuldar voru upp fréttir í hádeginu. Afi og amma bjuggu hjá okkur á æskuheimilinu um tíma og þau ekki síst þurftu að hlusta.. En tímarnir breytast og mennirnir með. Nú er aðgangur að fréttum víðar og netið er einn miðillinn.
 
Hér í Sandgerði er kominn fréttavefur eins og þið mörg hafið tekið eftir. 245.is. Lífið í Sandgerði. (linkur hér til hægri). Og hann er mjög góður að mínu áliti. Segir þessar smáu en samt stóru fréttir sem við viljum fá. Ekki endalaust hver sprengdi sprengjur í Írak eða hvað mörgum flugskeytum var skotið á einhverja... Nei heldur hvað er að gerast í bænum okkar og næsta nágrenni. Ég veit ég tala fyrir munn margra sem finnst þetta vera einskonar lyftistöng fyrir okkur sem samfélag. Það eru svo margir sem eru komnir á netið..hef reyndar ekki neinar tölur um það..finn það bara á mér. Nærtækasta dæmið hjá mér er mamma 81árs.
 
Svo eru það allir hinir yngri. Þar er netið sennilega jafn sjálfsagt og hjá okkur sem í gamla daga hlustuðum á Lög unga fólksins á gömlu gufunni!!! Samt finnst manni maður vera bráðungur!! Getur það verið. En þau eiga heiður skilið hjónin Selma og Smári fyrir nýju síðuna og ég vona að allir verði duglegir við að hjálpa þeim og senda þeim fréttir.

Nú eru komnar TRÖPPUR í Heiðarbæ. Pallurinn að verða búin..Sá efri.. Og ég fór inn í húsið í dag í fyrsta skipti á þeim stað sem ætlunin er að gengið sé um. Svo má alltaf ganga um kjallarann en hann er náttúrulega ekki tilbúin og hænsnastiginn er þá bara notaður þegar maður vill...

Jæja ég bíð eftir að Týra komi með hvolpana,,hún er orðin ansi þreytt greyið..Ég legg þetta ekki á hana aftur held ég. Svo er svo heitt úti að hún getur engan vegin verið. Ég var að halda að krílin kæmu 4.júlí en maður veit aldrei. Þetta dugir af blaðri í bili. Góðar stundir.



Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 192445
Samtals gestir: 37219
Tölur uppfærðar: 6.4.2025 05:20:24