04.07.2007 22:31

Hvolpar!!!!



Jæja ég giskaði rétt á. Týra kom með hvolpana í morgun. Og þeir eru sex. Það er mikið hjá svona smáhundum og mikið á greyið lagt. Nú er kominn hálfur sólarhringur og hún er dauðþreytt en getur ekki slappað af. Svo væla krílin og ég veit ekki hvort þeir ná allir að sjúga..Þarf að fylgjast vel með þeim. Sá sem fæddist fyrstur var ekki með annann framfótinn heilan. Reyndar bara stubb.. Litla skinnið..að öðru leyti fínn.

Þeir eru allir dökkir, svartir og brúnir og erfitt að þekkja þá í sundur nema Stubb litla. Hrafnhildur tengdamamma Lindu kom með vigt og við vigtuðum þá til að maður geti áttað sig á hvort þeir fái nóg. Sá minnsti er 80 grömm sá þyngsti 137 grömm.. Spáið í því svo pínu litlir.
Alveg gæti ég trúað að ég þurfi að fá mér pela ha ha. Ömmu-hundastand!!!

Jæja þetta voru fréttir dagsins. En svo gengur allt vel í Heiðarbænum og torfið í garðinn kom í dag. Byrjuð að setja það á og þurfum svo að fara á fullt að vökva í fyrramálið. Ef ekki rignir. Það eru allir hættir að vita hvað rigning er hér. Þyrfti að koma smá því allt er svo þurrt.
Góða nótt. sofið rótt..

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51