07.07.2007 10:13
Rigningardropar!!
Loksins kom rigning í fyrrinótt og smá í gær. Við vorum heppin því grasið var nýkomið á og allt rennblotnaði. En ef ekki verður meiri rigning en þetta þarf að fara að græja vökvunarbúnaðinn!
Þetta er aldeilis gott veðurfar og vonandi verður þessi dagur bjartur og fagur því það er alveg hellingur af fólki að fara að gifta sig. Ég veit um tvær giftingar. Mágkonu Lindu og vinkonu Konný.
Ég held að þetta sé að ganga hjá Týru en það er á mörkunum að hún hafi mjólk handa skaranum. Hún er róleg og allt það. Liggur mikið hjá þeim en fer samt meira og meira á hreyfingu..en samt fyndið hvað hún er alltaf fljót að koma til þeirra aftur. Hrafnhildur keypti hvolpamjólk og pela fyrir mig! Þorði ekki annað en eiga það til vara. Mér sýnist helmingurinn vera frekari og sumir fái minna að komast að eins og stubba. Svandís kom í heimsókn. Hún er sérfræðingurinn! Hún heldur að þetta séu 4 stelpur og tveir strákar en svo kemur það í ljós án efa ha ha.
Smiðirnir sem við höfðum frá Litháen og voru í húsunum við Ásabraut og svo hjá okkur í öllum aukatíma og meira til, fóru seint í gærkvöld. Þeir eða réttara sagt hann því það var bara einn lærður smiður og ungur strákur með honum eru búnir að hjálpa okkur mikið í meira en viku. Og pallurinn er kominn við húsið. Ég þarf að fara að taka gömlu snjómyndirnar af forsíðunni hjá mér!!!.. Auðvitað er nóg eftir og múrararnir gátu bara pússað veggina þar sem pallurinn er. En þeir koma vonandi á næstunni í hinar hliðarnar, allavega fyrir haustið.
Og sláttuvélin mín ANTIKIÐ er komin heim. Þau geymdu hana fyrir mig Sævar og Bylgja í Miðtúninu. Hún er þá búin að vera á fjórum stöðum síðan ég fékk hana á Fellsströndinni. Allt frá Hlíðargötu að Heiðarbæ með stoppi á Holtsgötu og Miðtúni... Ég var ekki heima þegar þeir settu hana niður og ætla að breyta um stað seinna. En hún er þung svo ég hleyp ekkert með svona hluti. Svo þá er bara eftir að setja stígvélin á góðan stað. Þá fer fólk að kannast við lúkkið!!!.
Hafið það sem best ......