09.07.2007 22:49
Mamma í heimsókn..
Mamma er hjá okkur núna.. Hún kom með mér í dag eftir að ég eldaði í karlana mína og hún vill vígja Heiðarbæinn og sofa í nótt. Það er nú gott að fá mömmu til þess sem hefur búið hér í Stafneshverfinu í 50 ár. Flutti reyndar í Miðhús í Sandgerði fyrir 10 árum og líkar vel.
Hún hefur okkur öll í nágrenninu ekki síst börnin mín sem búa fjögur af fimm í Sandgerði (þéttbýli).Svo okkur Bjössa hér og flesta af hans börnum á sv.svæðinu
Svo á hún reyndar mikinn fjölda afkomenda sem býr í öðrum landshlutum og öðrum löndum líka..Hún er rík kona sem átti sex börn sem öll hafa skilað sínu...
Og í kvöld birtist góður vinur, Gúndi frændi Gunna. Grindvíkíngur..víkingur. sem reysti húsið okkar og hefur margt fleira gert fyrir okkur. Gull af manni..Hann er heillaður af Heiðarbænum og óskir hans eru okkur mikils virði. Hann missti fyrir ca. hálfu ári lífsförunaut sinn úr krabbameini og stendur sig eins og hetja.Vona hans vegna að hann finni nýtt líf og tregi ekki um of. Gaman að fá hann í kvöld.
Ég var úti í dag..hlýt að verða brún ..að vökva og bera á timburverkið. En næst er það húsið sjálft sem þarf áburð.Orðið þurrt og verður að bera á það strax. Allavega suður-austur hliðar.
Hingað til var svo hátt til veggja að það var erfiðleikum bundið að vinna það verk. En nú er kominn PALLUR og auðveldara um vik.
Já nú eru litlu ungarnir farnir að sofa..hvolparnir..og Týra hringar sig hjá þeim..Er þetta ekki ekta sveitamennska (rómantík). Ég er búin að fylgjast með þyngd þeirra og reyni að gæta þess að þeir minni verði ekki undir. Það er nefnilega eins í dýraríkinu og manna..þeir stærstu eru frekastir og fá mest ef ekki er passað upp á málin...
Bestu kveðjur.
Silla....