11.07.2007 09:27
Pensill á lofti.

Ég var að bera fúavörn á húsið í gær eftir hádegi fram að kvöldmat. Ups hvað ég var þreytt. En hafði örugglega gott af því. Ég þurfti að nota tröppur og Gunni var hugsjúkur í vinnunni. Held að hann hafi séð kellu sína liggjandi,dettandi eða eitthvað. En þetta gekk bara vel og ég náði að bera á mestu vatnshliðarnar. Þær sem voru þurrastar. Svo kemur hitt með kalda vatninu.
Nú var ég að koma úr sjúkraþjálfun sem hafði góð áhrif á þreyttu vöðvana..Var óvenju snemma dags þessi tími svo ég skrapp bara heim til Týru og hvolpanna. Sumum finnst maður búa langt út í sveit en ekki finn ég fyrir því. Jú eyði kannski aðeins meiri olíu. Vegna þess að ég fer þegar mér dettur í hug. Þarf kannski að samræma það betur í framtíðinni.
Við erum að fara í fjölskylduútilegu um helgina og krakkarnir komu í gærkvöld til að ákveða stað og stund. Ætlunin er að fara að Fossatúni rétt við Borgarnes eða í Skorradal. Það má ekki fara of langt því veðrið virðist vera best á þessu horni landsins.
Við gistum í fellihýsinu hjá Erlu Jónu og Fúsa svo við þurfum ekki að tjalda eða neitt.
En svo eru það barnapíurnar....Hvolpapíurnar.. Benni frændi ætlar að sjá um þau fyrst (og kannski Bjössi,eftir að tala við hann) og svo kemur Maddý á laugardag og tekur við. Það þarf að hugsa vel fyrir þessu ungviði og mömmunni.
Svo það er nóg að gera á bæ. Svo þarf ég að fara að huga að skrifum sem ég er búin að lofa en ætli það verði fyrr en eftir helgi..sjáum til.
Nóg að sinni...njótið nú góða veðursins..
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51