15.07.2007 20:34

Komin heim í Heiðarbæinn.


Alltaf gott að koma heim. Og allstaðar var sama veðurblíðan. Og þvílíkur fjöldi fólks að gera nákvæmlega það sama og við. Í útilegu...það var allstaðar troðið á tjaldsvæðunum. Við fréttum áður en við fórum að allt væri að fyllast og stelpurnar voru á undan og allt fullt í Skorradal. Svo við settum stefnuna á Þórisstaði í Svínadal. Þegar við mættum þangað um kl. þrjú var nóg tjaldsvæði en það fylltist svo snarlega.
 
En þarna rétt við Hvalfjörðinn undum við okkur mjög vel. Það var reyndar Íslenskur vindur á föstudag en 20 st. hiti. Svo var hvasst um nóttina. Einhver strengur beint úr Skorradalnum en svo eftir það logn og 22 st.hiti. Þetta er Ísland í dag.

Við gamla settið fórum fyrst heim, Týra heima og krílin. Ekki að það hafi ekki verið hugsað um þau...jú mjög vel. En jæja ferðafólkið okkar fór upp í Húsafell nema Linda Jón og Hrafntinna. Jón þarf að fara í vinnu á morgun. Þau hin eru í smáfríi og fannst bara ekki hægt að fara heim. En við höfum tvisvar verið á fjölskyldumóti í Svínadalnum sennilega 1987 og 8. Svo við þekktum vel til. Það er bara orðin miklu meiri þjónusta þarna núna.

Við Gunni vorum að rifja upp fyrstu útileguna okkar saman, þá í Húsafelli. Breytingin er mikil. Þá vorum við með tjald með lausum botni..ekta gamaldags.. en alveg rosalega var gaman.
En núna gistum við hjá Erlu Jónu og Fúsa í fellihýsi og beint upp í rúm eins og á hóteli!!!!Hinir krakkarnir eiga tjaldvagna nema Jóhanna sem var í tjaldi með sína gutta. Ástrós er í Dk.

En svona breytast tímarnir. Vonandi að gleðin sé ekki síðri en í den. Örugglega ekki. Allavega var kátt hjá okkur og sumir eru brenndir af sólinni. Við fórum í sund á Hlöðum hinu megin við Draghálsinn og það var erfitt að ná sumum upp úr..

En núna seinnipartinn var ég að dunda mér við að reyna að laga grjótgarðana. Það mjakast og hefst á endanum. Svo þurfti ég að vökva grasið og Gunni fór að smíða..Alltaf nóg að dudda ef maður vill. En þetta var góð helgi og ég vona að allir komi heilir heim.

Góðar stundir..
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51