17.07.2007 14:40
Hvolparnir stækka!!

Já það dafnar vel í Hvolpalandi í kjallaranum hér í Heiðarbæ. Ég kíkti aðeins á vigtina áðan og þeir hafa allt upp í þrefaldað þyngdina. Þeir verða hálfsmánaðar gamlir á morgun. Allir farnir að sjá og nú er hamagangur á hóli við að vera fyrstur á spenann. Aumingja Týra orðin dálítið þreytt en lætur sig hafa það...Svo eru þeir að verða 'hvolpalegir' og skoða sig um.
Jæja hluti af fjölskyldunni er enn í útilegu. Konný og Hannes skruppu bara heim að ná í fleiri föt á krakkana og lykla að sumarbústað foreldra Hannesar sem þau eiga þar. Jóhanna , Erla Jóna og börnin eru upp í Húsafelli. Það er svo flott veður og þau í fríi og eru ekki að flýta sér heim. Fúsi kom heim vegna vinnunnar en fer uppeftir í kvöld.
Það er nú aðeins hafgola hér á Stafnesinu en frábært veður samt. Nú ætla ég ekki að hanga í tölvunni um miðjan dag heldur fara út og gera eitthvað......Sumarkveðjur.

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52