19.07.2007 09:29
Langþráð súld !!!!
Ekki hélt ég að maður yrði ánægður að vakna og úti væri súld..ojú það er nú bara þannig þegar allt er orðið skrælnað úr þurrki. Ég held að það hafi komið ein rigningarnótt og einhver smá úrkoma daginn eftir í hátt í tvo mánuði. Svo þetta er kærkomið fyrir gróðurinn og landið. En auðvitað vona ég að hann leggist ekki í rigningu lengi...svo góðu erum við orðin vön nú á þessu yndislega sumri.
Dagurinn í gær fór að mestu í að ferja bíla. Vinnubíllinn hans Gunna sem er í ábyrgð er búin að vera á verkstæði seljandans í sjö vikur og var loksis tilbúin í gær. Við höfðum reyndar lánsbíl á meðan en ekki eins hagstæðan fyrir vinnuna. Jæja Gunni bað mig að skipta og ná í bílinn því hann var á nýviðgerðum vörubílnum á Akranesi þar sem þeir eru með verkefni. Ég geri það og er komin hálfa leið til baka þegar Gunni hringir úr R.vík og jæja..
Vörubíllinn bilaður, viðgerðin nýja ónýt. Svo hann varð að fara með hann í Ræsir aftur til viðgerðar! Ég snéri við til að sækja hann (Gunna). Svo vorum við komin að flugstöð á leið heim þegar allt byrjaði að blikka í Nissaninum og upp gaus ógeðsleg olíulykt..Stoppuðum, fórum út fyrir veg og hringdum í þá sem höfðu haft hann til viðgerðar meirihluta sumars. Þeir voru alveg eyðilagðir. Við máttum ekki hreyfa bílinn, þeir komu með flutningabíl til að sækja hann og nú erum við kominn með lánsbílinn aftur. Þarna fór góður tími í bara leiðindi. En maður verður að sjá broslegu hliðarnar á þessu og þær eru vissulega til staðar..ja hérna. Tveir sama daginn!!!!
Dúna systir og fjölskylda (Hún,Þröstur og fósturbörnin)eru að fara til Spánar í dag og ég ætla að skutla þeim upp í flugstöð í hádeginu og geyma fyrir hana bílinn (vona að ég bræði ekki úr honum) ha ha. Svo ég læt þetta duga í dag af súld og bílum og fer út í eitthvað allt annað næst. Líði ykkur sem best.