22.07.2007 00:48
Nágrannar í heimsókn.

Já ég var nýkomin upp í rúm með blað og gleraugu!! Koma ekki gestir.. Og góðir gestir eru alltaf velkomnir í Heiðarbæ hvort sem er að nótt eða degi. Jæja, Lillý ,Maddý og Gísli komu og við byrjuðum á því að ná í ungviðið hennar Týru til að sýna þeim.
Gísli var að selja verkstæðið og er kominn með dótið sitt suður, allavega mikið af því og kannski verður hann aðalmaðurinn á svæðinu í bílaviðgerðum! Nei ég er að grínast..hann er svona næstum að hætta, eftir yfir fjörutíu ár í bílastússinu..
Og svo þurftum við svo mikið að spjalla um Kanadaferðina.. Íslendingabyggðirnar, Gimli og fleira. Gaman ef við náum að sjá þessa staði sem fólkið okkar flúði til í harðindunum í lok næstsíðustu aldar.
En nú er kominn meira en háttatími og ég segi góða nótt..
.

Ps. Í sambandi við gestakomur..þá komu Anna og Óli góðir vinir úr Grindavík og Lilla vinkona í heimsókn í gærkvöld og það var glatt á hjalla. Anna er engri lík og ef þú ert í fýlu gleymdu því þegar hún er annarsvegar.
Flettingar í dag: 1382
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 1223
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 210488
Samtals gestir: 38677
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:46:54