24.07.2007 11:40
Sólarlaust...
Það er sólarlaus dagur í dag. Ágæt tilbreyting því ég er sólbrunnin. Passaði mig ekki alveg þegar ég var að þvo gluggana um daginn. Við ætlum í bæinn í dag ég Jóhanna og Konný. Vona að það sé ekki of mikið fyrir Jóhönnu því hún er enn eftir sig eftir aðgerðina. Ég ætla í dýrabúð og ná mér í grind eða einhverskonar girðingu fyrir hvolpana. Þeim er farið að langa mikið upp úr rúminu sínu sem er samt nokkuð stórt.
Pabbinn þ.a.e.s. fólkið hans er búið að velja Agnarögn sem sína. Svo þá eru fjórir eftir. Hrafnhildur er næst til að velja.. Nóg að gera í Hvolpalandi.
Við ætlum að vigta þá aftur í kvöld, þeir rifna út og Týra er dugleg mamma.
Ég þarf ekkert að hugsa um mat í dag því liðið er farið upp á Akranes í vinnu. Það er ágæt tilbreyting. Ég hef því verið í rólegheitunum í morgun og var að fylgjast með Lolla í Bala áðan. Hann er eitthvað að gera við litla gula skúrinn sem er hérna megin við veginn. Vona að hann sé bara að fara að rífa hann. nei bara grín, ekki kemur mér það við. Kisan hans var upp á þakinu að fylgjast með.
Svona er lífið í Stafneshverfinu þessa stundina. Kveð í bili, góðar stundir.
Og það eru komnar nýjar myndir inn...