28.07.2007 23:45

Gestagangur..


Já það er búin að vera gestagangur í Heiðarbæ.
 Það er nú gott því þá veit fólk hvar við eigum heima!!
 
Kolla Malla var hér að skoða ,,langömmubörnin sín,, og leist vel á. Jóhanna var í mat og Konný og Sigrún komu og hún fór með þeim heim.
 
Svo kom Bjössi og vinnufélagar um miðjan daginn og það var flott. Siggi Hreins sem ég kíki stundum á í gegnum Bjössasíðu var annar..Björk Ína kom líka en ég missti af henni sökum gestagangs. Eða þannig..

En annars er allt gott að frétta. Við fórum í daglegan göngutúr og það var varla fært fyrir umferð.. En Grétar Sigurbjörns og frú stoppuðu og við spjölluðum um Týru og afkvæmin.

En við erum að hreinsa gluggana og svo er eftir að bera á austur og norðurhlið hússins. En nú spáir rigningu..hvað er nú það..svo við sjáum til hvað við gerum.

Góða nótt og sofið rótt.
Kv. Silla.



Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51