01.08.2007 21:17
Verslunarmannahelgin.

Já nú er verslunarmannahelgin framundan. Aðalferðahelgin hjá sumum.Við hjúin kynntumst t.d. um verslunarmannahelgi. Það var á bindindismóti í Húsafelli.
Svo voru þau mót flutt í Galtalæk tveim árum seinna og ég heyrði að þau væru alveg hætt núna. Mér finnst það miður. Held að margir eigi notalegar minningar af þessum mótum. En önnur fjölskyldu-unglingamót taka þá við.
Reyndar hefur verið talað um flestar helgar í sumar sem ferðahelgar svo kannski verði ekki eins margt fólk á faraldsfæti um næstu helgi. Það spáir nefnilega íslensku roki og rigningu á föstudag! Vonandi verður minna úr veðrinu.
Í gærkvöld kom Hrafnhildur og við vigtuðuðum voffana. Sá þyngsti 670 gr. Þegar þeir fæddust voru þeir til samans 660 gr. Og nú vigta þeir saman tæp 3.500 gr. Allir í góðum gír greyin og fínir. En kannski rétt að fara að gefa þeim að lepja svo það létti á Týrunni.
Garðar Ingi og Vilmundur ætla að gista í nótt. Þeim finnst spennandi að vera í sveitinni. Í dag var loksins tengdur diskurinn svo nú er hægt að fara að horfa á sjónvarpið. Hef undanfarið kíkt í gegn um netið.
Reyndar eru diskarnir tveir og það náðist ekki að tengja nema Sky. Rafeindavirkinn kemur aftur á morgun. En það nást ,, bara,, nokkur hundruð stöðvar á Sky. En ég hef nú meiri áhuga á því Íslenska!
Lolli í Bala er búin að rífa skúrinn sem ég var að tala um í einhverju blogginu. Hann er smekkmaður. Það sést líka á öllu þarna í Bala. Þau systkyn eru þannig. Þessi skúr var líka gamall og eins og út úr kú miðað við annað á þeim bænum.
Jæja læt þetta duga að sinni. Góðar stundir.

Já og bræðurnir eru eins og englar. Tefla..Garðar er að kenna bróður sínum og það heyrist varla í þeim. Prúðir hjá ömmu.
Svo fer Garðar með pabba sínum í bústað um verslunarmannahelgina..
Hææææææææææææ
Já og nú er ég komin með ríkissjónvarpið í gegn um gerfihnattadisk og það er tært og fínt.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51