06.08.2007 21:58

V-helgin búin.



Já nú er þessi ferðahelgi liðin. Og það hefur örugglega verið fjör hjá flestum. En við hér í sveitasælunni hlustum bara á fréttir frá samkomunum. Sigfús kom og var í mat. Kom frá Flúðum og þurfti að bíða í einhvern tíma vegna þess að hjólhýsið var lokað af..

En Erla Jóna og Ágúst flugu til London í morgun. Gunni kom þeim á flugvöllinn. Þau fóru með húsmóðurinni í Norðurkoti og syni hennar. Vonandin gengur það vel allt saman.

Og nú er ég búin að fá sjónvarpið aftur eftir langt hlé. Flott, því ég er fréttafíkill...Hefði örugglega sagt sussss við matarborðið í den..Eins og afi minn. Og nú er netið tekið við að hluta og ekki eins áríðandi að hlusta eða horfa á mínútunni.

Aftur var dagurinn tekinn í tiltekt úti við. Flott, því það er yndislegt að vera úti við í þessu veðri.
En núna kl. 22.00. þegar ég lít út um gluggann..Viti menn það eru dropar á honum..

Og enn og aftur kveð ég ykkur sem nennið að lesa ruglið hjá mér. Góða nótt og sofið rótt.
Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51