09.08.2007 22:06

Hvað er í gangi?



Það er eitthvað að gerast í veðurfarinu.. Í tvo mánuði var sól og blíða hér og hellirigning í norður Evrópu. Eiríkur sem býr í Söndeborg segir að sumarið sé loks komið hjá honum. Hann hafði reyndar hita en mikla rigningu í sumar og eins og við hefðum skipt um veður við de danske.

Nú er komin sól þar og hún endist sennilega fram í september. Við vorum hjá honum í fyrra mánaðarmótin sept-okt. og það var frábært veður. Vildi gjarnan vera hjá þeim núna.

Nú nálgast afmælisdagur Konnýar..la la .27 ára þann 10. ágúst. Og frændi hennar Ágúst Þór er ellefu ára líka sama dag. Nú er hann í Englandi með mömmu sinni ,vini sínum og mömmu hans.

Nú er nákvæmlega mánuður í ferðina stóru og sá mánuður flýgur örugglega. En svo margt er áætlað að gera hér heima fyrir þann tíma. Það kemur í ljós hvað næst af því.

Já á morgun ætla ég að passa fyrir Konný. Annað kvöld og fram á næsta dag, guttana. Það verður bara gaman..Ömmustuð!!

Jæja góðurnar, hafið það gott og dreymi ykkur vel!






Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51