12.08.2007 00:17

Fallin spýta!


Ég var að raða spýtum á neðri pallinn í gær. Auðvitað algjör óvitaskapur því þær voru ónegldar. Ætlaði að hafa þær til að tipla svona á..ææ. Gunni var að festa á pallinn og steig á eina, fékk hana beint í magann úps og steyptist um koll.

Hann fékk hnikk á hálsinn og ég dreif hann með mér í pottinn til Fúsa áðan og heitt vatnið er allra meina bót eða þannig. Hann er mun betri núna.. Jæja þetta hef ég á samviskunni. Við vorum að koma heim og ég ætla að skrifa smá...

Það hefur verið gestkvæmt í Heiðarbænum og hvolparnir hafa auðvitað mikið aðdráttarafl fyrir ungviðið. Eins og ég var að tala um síðast gistu Konný-Hannesarsynir í nótt og leyfðu okkur að sofa til hálf tíu þessir englar.
Og í gærkvöld fengum við gesti frá Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Sigurð Jóns og Ástu.

Það var mjög ánægjulegt að þau skyldu koma og við áttum saman notalega kvöldstund. Það er svo margt sem við eigum sameiginlegt og það kemur meira og meira í ljós. T.d gusum við saman upp frá Eyjum 1973 ! Við vissum það auðvitað en höfum ekki gefið okkur svona góðan tíma í að ræða það dæmi og margt fleira.

Árni Snær, Dagur Númi sonur hans, Þórunn Anna, Bjössi og Aron Darri komu í dag og Dagur Númi ætlaði sko ekki að fara. Pabbi hans er með dýraofnæmi og hann sagði bara..pabbi af hverju ferð þú ekki upp á loft..Ekki deyja ráðalaus. Það þarf að gefa sér tíma í að skoða voffa!!!

Læt þetta vera nóg í bili. Eitt vers af nokkrum sem ég fór alltaf með fyrir svefninn þegar ég var lítil og lengur.

Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.

Ég held að öllum sé hollt að fara með bænir áður en farið er að sofa..Góða nótt.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51