16.08.2007 20:42
Fótbolti..

Ég er nú ekkert í fótbolta en hef verið styrktarmeðlimur hjá Reynir í mörg ár. Eingöngu vegna þess að ég er svo viss um að þetta styrkir unga fólkið okkar. Og tap og sigrar..það er lífið sjálft. Svo þetta er verðugur skóli til að styrkja. En í hádeginu í dag var allt í háalofti hjá fjölskyldunni á Vallargötunni..mamman í vinnunni og Garðar Ingi misskildi eitthvað og var of seinn á leiki í Grindavík.
Æ..æ..góð ráð dýr. Allt í lagi, amma var á lausu og það var brunað í Grindavíkina. Ekkert mál og Garðar sagði við mig í dag að hann hefði stuðlað að marki..Flott!! Hann var fyrirfram búin að ákveða að þetta væri til einskis og vildi jafnvel bara vera heima. Svo nú sá hann að það er betra að gera gott úr hlutunum frekar en sitja heima í fýlu....Þetta er bara lífið í hnotskurn og lexía fyrir okkur, ekki bara krakkana.
En ég ætla að segja ykkur sögu.....Fyrir kannski sex-átta árum vorum við á ferðalagi á austurlandi. Svenni bróðir Gunna býr á Neskaupstað. Það fór fram leikur milli Sandgerðinganna og heimamanna. Við vorum á staðnum og ég lifði mig svo í leikinn að ég var komin hálf út um framrúðuna..hrópandi áfram REYNIR. Ég frétti seinna af einhverri kerlingu sem hefði öskrað sig hása og hangið út um bílrúðu!!!!! Jæja..It was me.
Mamma var hjá mér í dag og segir að það sé flott að skrifa niður bænirnar. Svo nú bæti ég einni við. Ég fór alltaf með að minnsta kosti fimm bænir þegar ég var lítil.
Ó Jesú bróðir besti
og barnavinur mesti.
Æ breið þú bessun þína
á barnæskuna mína.
Góðar stundir kæru vinir.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51