19.08.2007 20:21
Síðbúið afmæli ...

Vilmundur Árni varð sex ára 6.ágúst og Ástrós Anna fjórtán ára 3.ágúst og það hafði ekki fundist neinn tími fyrir afmælishald. Reyndar var aðallega verið að hugsa um Vilmund því stóru krakkarnir vilja helst fara á pizzustað eða þannig.
En við héldum bara veislu í Heiðarbæ. Og það mættu 25 manns í þetta fyrsta afmæli sem haldið er upp á í nýja húsinu. Mikið fjör og flott veður. Sumir voru að koma hingað í fyrsta skipti eins og Óli og Jórunn, Didda, Ingunn, Alexsandra, Axel, Fannar ,Dísa og Berglaug litla.
Og nú er komin ró yfir okkur og hin dýrin. Ég lokaði þau nú niðri í kjallara í dag svo þau hefðu næði. Það er sko svoooo ansi mikil eftirspurn í að fá að skoða. En nú eru allir latir í Heiðarbæ og ég nenni ekki einu sinni í göngu..eða kannski ég taki fram gönguskóna. Það er svo æðislegt veður...Hm.
Það spáir víst rigningu um næstu helgi. Vona að það rætist ekki því þá eru Sandgerðisdagar.
En við sjáum til ,allt getur breyst á styttri tíma en þessum í veðurspádómum. En að öðru leiti er ekki neitt nýtt í fréttum frá Stafnesinu. Bara tóm blíða í bili. Búin að lofa að fara í sund á morgun með Lillu vinkonu. Við tökum skorpur í því...
Hafið það sem best.
Silla.
P.s. Bjössi bróðir setti myndir inn í kvöld. Hann er svo duglegur við það..Kíkið..
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51