26.08.2007 18:25

FRÁBÆRT..Sandgerðisdagar..



Já aldeilis lukkuðust Sandgerðisdagar vel. Stemningin náði hámarki í gærkvöld þegar grillað var og gengið frá fjórum hverfum að Vörðunni og þaðan í stórri skrúðgöngu niður að bryggju. Ég vona að einhver hafi tekið myndir úr turninum á Vörðunni. Það hlýtur að hafa verið skemmtileg sjón. Gulir, grænir, bláir og rauðir í halarófu með fána, blöðrur og allavega dót og í allavega skemmtilegum fatnaði.

Já það sýndi sig að þetta virkaði. Allavega í rauða hverfinu þar sem við vorum í grilli og alles. Hef frétt að það hafi verið grillað á þrem stöðum í hverfinu!! Ég gæti trúað að bara þarna á grillstaðnum nokkar hafi verið 120-150 manns. Mikið spjallað og gleðin allsráðandi. Þyrfti kannski aðeins rýmri tíma í þetta atriði næst..Kannski af því að það var svo gaman!!! Og svo voru margir um grillin sem voru þó fjölmörg.

Svo tók við skemmtunin niðurfrá sem endaði svo með glæsilegri flugeldasýningu. Mannhafið var slíkt að manni datt í hug að maður væri staddur í Reykjavíkinni í miðbænum. Margir brottfluttir Sandgerðingar sem maður rakst á en auðvitað náðist ekki að hitta alla.... Veðrið lék við okkur sérstaklega seinnipart dags. Það var smá gjóla um miðjan daginn. En svo sannarlega hafa þessir dagar heppnast vel í heildina litið og sýnir að svona nær fólk að þjappa sér saman.

En við hjúin skemmtum okkur konunglega og tókum svo bara leigubíl heim..Minnsta mál. Og svo er búið að vera mjög gestkvæmt hér í dag. Held nú samt að Tinna, Gríma, Brúnó,(áður Strumpur) Snati, Táta og Vikký hafi haft mesta aðdráttaraflið. Það eru ansi margir hreint sjúkir í að skoða þau. Svo kunna þau vel við að láta strjúka sér. En þau leika sér núna og svo fer að styttast í að þau fari eitt af öðru.

Læt þetta duga í bili. Hafið það sem best.

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54