30.08.2007 20:39
Ljósanætur.

Það eru ekki fyrr búnir Sandgerðisdagar þegar við taka ljósanætur. Reyndar segja Reykjanesbæingar ljósanótt í eintölu en hátíðin stendur yfir í þrjá daga eins og hjá okkur. Það fara margir til nágrannanna í heimsókn og þeim sem ég veit um hefur líkað vel. En allavega núna verðum við heima. En ef veðrið verður sæmilegt sjáum við örugglega flugeldasýninguna héðan.
Þeir hafa verið að þrasa svolítið um ljósalagið sitt. Þar er nefnilega sungið ó Keflavík. Og sumir móðgaðir í Njarðvík. En ef fólki finnst bærinn Reykjanesbær vera bærinn þeirra þá getur þetta ekki rist djúpt. Lagið er flott og textinn frábær. Enda labbaði ég Hafnargötuna í Keflavík og var á rúntinum þar í den. Stapinn var vinsæll og hann var í Njarðvík. En þetta er bara svo mikil nálægð þarna í hverfunum ef við undanskiljum Hafnirnar sem eru bara hérna rétt hjá mér.
Strákarnir hjá Auðunni Pálssyni voru að lagfæra hér hjá okkur í dag. Bara allt annað og á morgun fáum við fína möl í innkeyrsluna. Ég var að lagfæra kjól fyrir Konný áðan og hér var mikið af fulltrúum yngstu kynslóðarinnar í fjölskyldunni.Vilmundur Árni, Arnar Smári og Jóhann Sveinbjörn. Hrafntinna kom með mömmu sinni. Svo var Dísa svilkona Konný með litluna sína.
Maddý og Gísli kíktu í gærkvöld og umræðan snérist mikið um ferðina framundan. Hilmar Bragi, Guðbjörg og börnin komu að kíkja á Snata sinn. Veit að þau bíða spennt eftir honum. Það var líka mikið spáð í Brúnó og fleiri í dag. Og Vikký þykir snilldarhundur!!
Jæja nú ætla ég í smá göngu..fínt veður í augnabikinu.
Góðar stundir.

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54