05.09.2007 19:55
Undirbúningur.

Nú er allt á fullu í sambandi við bryllupið!!! Æfing í kirkjunni í kvöld og Gunni fer að sjálfsögðu. Hann er nú í góðri æfingu í að leiða brúðir inn kirkjugólfið. En samt er auðvitað farið yfir málin. Og svo þarf að sækja fötin í hreinsun og muna eftir smáatriðunum. Hrafntinna er búin að vera með hita í tvo daga en er að lagast. Líklega jaxlarnir að koma sér upp. Hún hristir þetta af sér áður en foreldrarnir ganga í það heilaga.
Rokið er gengið yfir í bili en spáin er svona og svona. Vona bara að það verði ekki rok og rigning á laugardag. Í kvöld um miðnætti förum við upp í flugstöð að sækja David og Jenn. Skemmtilegt að fá þau svona fljótt aftur. Þau eru á óvenjulegum flugtíma miðað við Amerikuflug. Einhver tilraun hjá Iclandair með hádegisflug út. Þau koma frá Boston.
Nú er ég farin að finna til töskur því áður en við vitum af verður kominn 9.sept. La la..Hrafnhildur sótti Grímu áðan og þá eru bara Tinna Eiríks voffi og Vikký eftir.Svo það hefur heldur betur fækkað í hundabæ. Mér heyrist bara ganga vel hjá þeim sem eru farnir. Auðvitað alltaf smáskælur í byrjun sem ganga yfir.
Og þetta læt ég duga í bili. Hafið það sem best.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51