08.09.2007 23:23

Já í Hvalsneskirkju!!



..sögðu þau Linda og Jón þegar s.r. Björn spurði þau hvort þau vildu lifa saman í blíðu og stríðu. Og allar óskir okkar eru á þann veg að þau megi lifa í sátt og samlyndi um ókomin ár.
O.k.. yngsta barnið okkar er gift og hvað merkir það? Erum við kannski komin til ára okkar? Já án vafa en samt er það svo að okkur finnst við bara á nokkuð góðum aldri. Held líka að aldur sé afstætt hugtak. Þú ert eins og þú vilt vera ef heilsa og annað leyfir.

Og veislan þeirra Lindu og Jóns var ekkert smá flott. Örn Garðars sá um hana og gerði með sóma. Flottur matur svo ekki sé meira sagt. Og mamma gamla kom ekki nálægt sem betur fer.

Og við yfirgáfum samkvæmið eftir nokkra dansa og erum komin heim í Heiðarbæinn. Og í fyrramálið fer Gunni með systkinin upp í flugstöð kl.átta svo best er að fara í háttinn. Svo förum við með Maddý og Gísla kl. tvö eftir hádegi og fljúgum til Minneapolis.

Ég verð örugglega ekki í svona bloggskrifum á næstunni en læt vita af mér af og til. Hafið það gott öll sem hafið nennt að skoða síðuna mína. Ég kem aftur..Þið eruð ekki laus við mig..Ónei,það vona ég ekki.
Kveðja Silla í Heiðarbæ.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51