11.09.2007 06:49
Ameríkuævintýri!!!

Halló allir heima. Þvílíkt hvað hefur gengið á hjá okkur. Þegar við komum upp í Leifstöð og búin að bóka okkur inn þá var fluginu okkar bara aflýst. Ekki gaman. Við höfðum af að fá miða til Baltimore og síðan greiddi Icelandair fyrir flugmiða til Minneapolis sem varð að vera með millilendingu. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég fer ekki einu sinni inn í fríhöfn á leið út. Ha ha. Engin tími.
En við fengum þetta fína herbergi á Hilton hóteli í Baltimore og gerðum bara gott úr þessu. Rúsínan var að við vorum á Saga Class í fluginu og þar var stjanað við okkur. Þær voru yndislegar. En núna loksins vorum við að koma á hótelið hér í Minneapolis og klukkan er að verða tvö að nóttu eða sjö hjá ykkur heima. Seinkun um 30 klukkutíma... En ég á eftir að segja ykkur frá þessu öllu miklu betur seinna og það hefur verið mikið hlegið..Er annað hægt að gera.
Vildi bara láta vita af okkur og kveðja frá Gunna Maddý og Gísla.
Hafið það sem best.
Silla.
P.s Við erum búin að sofa vel eftir flugferð á flugferð ofan. Vona að það verði ekki margir flugmenn veikir heima. þá stoppast allt. Vona að Týra og litlu greyin séu í góðum málum og ekki óþekk.
Kv.Silla. Skrifað kl.9 að morgni 11.sept ..
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51