13.09.2007 03:29

Í Gimli.



Halló elskurnar. Nú er ég stödd í Gimli í Kanada. Það er dulítið spes. Hér eru spor Íslendinganna sem flúðu volæðið á Íslandi í lok nítjándu aldar.
 
Við fórum út í Heklueyju í dag og það var frábært. Árnes,Keflavík,Sunnuhvoll,Árborg, Árnes,Selkirkja, Brekka og Brú eru smá sýnishorn sem við sáum. Og við vorum á barnum á hótelinu áðan og 2 af 3 voru Íslenskrar ættar.

Og nú erum  við að fara í háttinn kl.10.30. Ætlum að fara í útsýnisferð hér
með eldri konu..frænku.. í fyrramálið og síðan höldum við áfram að skoða Kanada. Ætlum okkur viku í ferð um svæðið..Stórt!! Gísli á mikið af ættingjum hér og þeir verða heimsóttir.

Þetta er svona bara til að láta vita að við höfum það gott. Reyndar er Gísli með flensu sem við ætlum að fæla burt úr honum fyrr en seinna. Vona að þið hafið það öll sem best og við biðjum öll að heilsa.
Kv. Silla.

 

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51