18.09.2007 03:15
Á ferð í átt að Usa..

Halló, bara smá núna. Nú erum við í Regina ekki langt frá landamærunum til N. Dakota.
Ferðin gengur alveg sérstaklega vel allavega enn sem komið er. Við skemmtum okkur vel stoppum oft og sjáum margt sem við erum hissa á.
T.d áðan langaði okkur í piparsteik..Ójá allt í lagi fullt af grænmeti fyrst og við hin ánægðustu. En svo kom steikin. La la. Ég myndi segja að þetta hafi verið kubbasteik í súrsætri sósu. Við fengum að skoða matseðilinn aftur og þá stóð skýrum stöfum cubed peppersteik. Ekki það sem við ætluðum að fá. En best að lesa betur næst. Við vorum sko hissa.
En annars er allt gott að frétta. Við fórum frá Edmonton í morgun eftir velheppnaða heimsókn þangað. Sungum okkur hás í gærkvöld og það var mikið fjör. Nú dólum við okkur í rólegheitunum og verðum allavega komin yfir landamærin um hádegi held ég. Okkur finnst gaman að heyra frá mönnum og dýrum heima. Svo ef þið lesið þá er flott að commenta.
Hafið það svo öll sem best og ferðakveðjur frá Sillu Gunna Maddý og Gísla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51