20.09.2007 01:07
Milli Minneapolis og Milwaukee!!!

Jæja þá nú erum við búin að loka Kanadahringnum sem við köllum og nú liggur leiðin niður eða suður USA. Við byrjum á því að fara á morgun til vinafólks fjölskyldunnar sem býr í Milwaukee, Wisconsin. Þar eru að bíða eftir okkur hin fjölskyldan okkar eins og við segjum oft. Fólkið hans Davids Rose. Eins og þið flest vitið gifti David sig í Hvalsneskirkju 26.mai s.l.
David er fæddur í Iowa en gekk í háskóla í Milwaukee og þar búa tveir bræður hans með fjölskyldum sínum og tvær systur. Mamma þeirra er þar oft þó hún sé búsett í Ossian í Iowa ásamt syni sýnum Kevin. Peter og fjölskylda búa svo í Wasington DC.
Við gistum í gær í Buffaloborginni Jamestown í N. Dakota. Keyrðum í dag í gegn um Minnisota. Og í dag höfum við bara tekið það frekar rólega. Við fórum í Target hér í Eau Claire til að skoða eins og vera ber. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.
Við villumst stundum í hverfunum hérna en bara brosa í umferðinni!! Ekki satt? Þeir segja hér að mollið sé bara just coppul of miles í burtu. Já já...
Karlarnir okkar segja að við höfum fyllt bílinn af dóti..úr Target ..en viti menn bíllinn var fullur af viský og bjór þegar við komum í hann og dótið komst varla fyrir. Nú er bara talað um TRAILER. Bara djók!!! Það er tuttugu stiga hiti núna og bara æði.Kannski förum við í sólbað í fyrramálið eftir morgunverðinn. Reyndar er heldur kaldara á morgnanna.
Verið áfram svona dugleg að láta heyra í ykkur og segja okkur fréttir að heiman..
Byðjum að heilsa öllum. Silla, Maddý, Gunni og Gísli.----Flakkararnir svonefndu!!!
P.s kærar kveðjur til mömmu og tengdaforeldra, treystum mömmu til að koma því til skila. Þið vitið kannski að mamma mín er tölvuvædd.!.frábær kona!
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51