16.10.2007 10:47

Veturinn nálgast.



Já nú finnur maður að veturinn nálgast óðum. Það er reyndar bjart og flott veður en hitastigið frekar lágt. Það voru viðbrigði að koma úr hitanum í Flórida en einhvernveginn er maður nú bara ánægður með íslenska veðurfarið. Allavega meðan það er eins og núna. Reyndar er víst snjór og hálka á heiðum!!!

Ég fór tvisvar í Reykjavík í gær. Fór með Fúsa eldri á sjúkrahús og sótti hann svo aftur. Hann þurfti að fara í svæfingu og mér fannst best að fara bara heim til voffanna í millitíðinni.
 
Enda engin Maddý heima í Heiðarásnum eins og oft. Ég kom við í dýrabúð og keypti ól á Vikký svo hún geti farið aðeins út. Alltaf með hugann við hvolpana og er að fara að passa Snata líka í viku..

Ég er að vona að Hitaveitumenn fari að koma með ljósastaurinn sem á að koma við innkeyrsluna. Það gengur hægt en ég talaði við þá í gær. Það er orðið dimmt svona hálf átta á kvöldin og bjart átta á morgnanna. Og það styttist óðum birtutíminn.. Svo það er nauðsynlegt að fá ljós upp við veg.

En annars er allt í góðu lagi hér í sveitinni..sem mér finnst nú ekki beint vera sveit í dag heldur bara friðarstaður þar sem hægt er að njóta náttúrunnar. En sveit er það..sérstaklega í augum barnabarnanna. Bestu kveðjur til ykkar allra...Silla í Heiðarbæ.

P.s. Ég heyrði auglýsingu í dag..Sérbýli í sveit..það er hér!

 
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51