19.10.2007 21:24
ASÍ fundur og sitt af hvoru tagi..

Hæ hæ.. Nú er ég búin að vera á tveggja daga fundi Alþýðusambands Íslands. Hann var haldinn á Hilton Nordica eins og það heitir víst núna..Gamla Esja. Hann var líka þar í fyrra. Ekkert smá flott hótel eftir breytingar.
Fundurinn var ágætur. Sumt gott og annað síður eins og gengur. En það var mikil áhersla lögð á að hækka lægstu launin..(maður hefur nú heyrt eitthvað um svoleiðis áður) En fólk var mjög ákveðið í þessu og margir ræddu græðgismenninguna á Íslandi.
Þarna hitti ég Eið hennar Dabbý (mág minn) eins og líka í fyrra. Hann er á vegum verslunar og skrifstofufólks á Akureyri. Svo var Konni sonur Svenna bróðir Gunna fyrir Afl á Austurlandi..Hálfgert ættarmót!!.Svo er Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ náskyldur mér af Lækjarbotnaætt og við erum búin að spjalla um það. Mér finnst gaman að hitta fólk í þessum hóp og er farin að kannast við marga.
En að voffunum..Það er sko algjört hundalíf í Heiðarbæ núna. Ég er að passa Snata í viku og tók svo Brúnó líka fyrir Jóhönnu. Hún er að vinna alla helgina. En hún og krakkarnir voru með þá sl. nótt..En nú fer að færast ró yfir og sólarhringurinn kominn í lag eftir USA ferðina. Vona að allt gangi vel í Epplastræti hjá M og G.
Bestu kveðjur og sofið rótt...

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54