23.10.2007 17:24
Klikkað veður!!

Jæja þar kom að því að haustlægðirnar létu bera svolítið á sér..Það er hreinlega bilað rok í verstu kviðunum núna..útsynningur. Og í gær seinnipartinn fór önnur lægð yfir. Ég þurfti að halda fast í stýrið á Reykjanesbrautinni þegar við mamma vorum á leiðinni heim. Þetta er okkar góða Ísland!!!Í blíðu og stríðu..
,,Við hundarnir'' fórum í heimsókn til Benna og Ölla áðan í kaffisopa. Týra gerði sig heimakomna og hvolparnir hlupu út um allt! Ég fór reyndar á bílnum þó ekki sé langt á milli, því það er varla stætt stundum.
Annars er lítið að frétta þannig. Ég var að elda fyrir hluta af liðinu mínu í hádeginu og skrapp svo til gömlu hjónanna í smá heimsókn.(Jóhönnu og Fúsa). Systir tengdapabba Bára kom til landsins í morgun og ég held hún hafi valið þessa tímasetningu vegna þess að bróðir hennar verður 80 ára 30.okt. n.k.
Bára býr í Kaliforníu og ætlar að stoppa í mánuð. Við ætlum, börn tengdabörn og barnabörn að hafa kaffi fyrir hann í Miðhúsum á sunnudaginn. Vonandi verður hann hress og nýtur þess.
Bestu kveðjur til ykkar...
Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52