25.10.2007 22:06
Hrafntinna og amma!

Ég sótti Hrafntinnu Jónsdóttir á leikskólann í dag því mamma hennar þurfti að erinda eitthvað. Og við höfðum það gaman saman. Hún er svoddan gæðablóð þessi stelpa en ákveðin og veit hvað hún vill. Amma átti endalaust að vera í ''epli og perur,,eitthvað sem við lékum við krakkana og þau hafa tekið upp sjálf við sín börn.
Svo annað kvöld fer Jóhanna í leikhús með Bónusfólkinu og Garðar Ingi og Vilmundur ætla að gista ásamt Brúnó..hundi. Það verður fínt hjá þeim að koma í sveitina, verst hvað veðrið er leiðinlegt.
En það spáir vel um helgina en afmæli og fleira kemur víst í veg fyrir að bera olíu á restina hér utanhúss. Það eru tveir partar eftir og mér finnst við verða að gera þetta fyrir veturinn ef hægt er. En kannski kemur tími seinna í haust. Rigningin hlýtur einhverntíma að taka enda.
Þeir eru að tala um veðurfræðingar að það stefni í metúrkomu í október. Við sluppum vel að vera í burtu á meðan. Nóg er rigningin síðan við komum heim. Nú styttist í að Maddý og Gísli komi heim brún og sæl. Þau koma á miðvikudagsmorgun, held ég. Bíllinn þeirra er í Glaumbæ svo það liggur við að ég sæki þau bara!!!!
Og Snati var sóttur í morgun. Og það voru sko aldeilis fagnaðarlæti! Þau Hilmar Bragi og Gugga komu heim frá Tenerife í gærkvöld. Svo það er rólegt í Heiðarbænum núna. Vikký er rólegur hundur, jafnvel of. En hún er hraust og eðlileg þrátt fyrir að vera bara þrífætt greyið.
Hef þetta ekki lengra í bili..en ég kem alltaf aftur.
Góða nótt og sofið rótt.
Silla.
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54