31.10.2007 18:12
Kartöfluuppskeran!!!!

Ég hélt að kartöflurnar mínar væru ónýtar vegna kuldans sem varð um helgina. En nei nei þessar fínu dúllur og meira segja margar grillkartöflur. Snjórinn hefur varið þær.
En magnið var nú ekki eins og í gamla daga þegar við krakkarnir fengum að selja eigin uppskeru í strigapokum.

En nokkrum sinnum í matinn þó. Og svo gott að fá þær svona nýuppteknar.
En í dag er allur snjór farinn eins og ég bjóst við. En hvenær hann lætur sjá sig aftur..Ef ég ætti að panta, þá bara svona rétt fyrir jólin!!!Takk. En maður fær víst ekki að hafa hönd í bagga með því.
Við Lilla fórum í sund í morgun. Sátum heillengi í heita pottinum ..vorum svona pottormar! Flóridaflakkararnir komu við hjá mér eftir hádegi. Fengu sér smálúr í Glaumbænum eftir flugið. Allt í góðu þar.
Nú er síðasti dagur októbermánaðar svo það styttist í jólin..Þau eru þarna hinu megin við hornið..
Enda heyrir maður auglýsingarnar..Líklega ekki ráð nema í tíma sé tekið. En ég læt þetta duga að sinni.
Góðar stundir.
Silla.

Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54