02.11.2007 19:55
Í Bónus!

Ég fór í Bónus í dag eins og oft um helgar. Var að kaupa fyrir karlana mína í Fúsa ehf og fyrir okkur gömlu hjúin í Heiðarbænum. Ekkert óvenjulegt við það. Samt var ég smá hugsi þegar ég var að tína í körfuna

En nýkomin heim frá Bandaríkjunum þá skil ég ekki verðið hér heima. Ég er samt búin að taka með í reikninginn háan virðisauka hér. Og í Bónus og Kaskó (á Suðurnesjum) og hinum sem líka eru í eigu sömu aðila er þvílíkur verðmunur og af hverju? Allt of mikill!!!!
Sparkaupsbúðir =Kaskó og Tíu -ellefu =Bónus! Hvað er málið? Jú lágvörubúðir með litla þjónustu og svo hinar með hvað? Ekki svo áberandi munur satt að segja.Jú kannski opnunartíminn..
Og færri viðskiptavinir, meira pláss til að skoða dýrðina. En ég er samt ein af þeim sem segi að Jóhannes í Bónus hafi lyft Grettistaki þegar hann byrjaði og fjöldi fólks nýtur enn góðs af þessu upphafi.
En betur má ef duga skal. Það er óútskýranlegur munur á verðlaginu hér og víða í nágrannalöndunum beggja vegna Atlantshafsins. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að koma okkur á hærra plan í þessum málum. Þá hætta kannski ferðamennirnir að glenna upp augun!!!

En þetta voru verðlagsþankar Sillu.
Bestu kveðju úr Stafneshverfinu..
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52